Kennsluverkefnabanki Arndísar 

verkefni unnin í smíðadeild KHÍ og Korpuskóla

Kennsluverkefni fyrir 9 ára

Heiti: Endurnýtingarverkefni

Tímalengd 2-3 kennslustundir

Markmið:

Nemendur öðlist færni við að nota límbyssu, þekkingu á að hægt er að nýta ýmislegt í umhverfinu til að búa til skraut og skapi sína eigin persónu, með sínum formerkjum.

Efni:

Hverskyns efni sem tilfellur í umhverfi okkar, í kalla þarf steina úr fjörunni, í hendur eru t.d. notað ál úr áldósum eða þang úr fjörunni, í hár er hægt að nota spæni úr smíðastofunni, eða ál úr áldósum. Í kertastjaka er notaðar áldósir sem kliptar eru niður. Í platta undir eru notaðar spítur sem tilfalla í smíðastofunni.

Áhöld:

Sandpappír, Epoxy lím, Límbyssa, skæri.

Innlögn:

Byggja innlögn á því hvernig við notum Epoxy lím, verkun þess og í hvaða tilfellum betra er að nota slíkt lím fram yfir aðrar límtegundir. Brýna aðgæslu við notkun límbyssu, hvenær hentugt er að nota límbyssu, í hvaða tilfellum hentar hún ekki.

Mynd:

Verklýsing

Byrjum á því að sína nemendum sýnishorn af karli, förum svo í fjöruferð. Þar tína nemendur til steina og annað sem hægt væri að nota við gerð karlana, t.d. ýmislegt sem hent hefur veirð í sjóinn en ætti ekki að vera þar. Þegar nemendur koma aftur inn í skólastofina er innlögnin tekin fyrir þ.e. meðferð líms. Þá er þeim sýnt lið fyrir lið hvernig best er að líma karlana saman. Þegar því er lokið þá fá þau steina í hendur, þau velja hvernig þau vilja hafa sína karla í laginu, stóra, litla, feita eða mjóa og velja saman steina með tilliti til þess. Þau nota svo þau efni sem þau vilja nota til að setja hendur, og annars konar skreytingu. Búa til kertastjakan úr áldós, klippa í ræmur og mála. Líma svo karlana og kertastjakan á platta eftir að hafa pússað hann til. Fígúrurnar og plattarnir málaðir eða lakkaðir.

Námsmat

Hlutur metinn eftir þeim markmiðum sem sett eru í upphafi. Hægt er t.d. að meta hlut eftir hugmyndaauðgi við val á endurvinnanlegum efnum, vandvirkni og virkni nemendans í tímum.

Kennsluverkefni fyrir 11 ára

Heiti:Skreyting nytjahlutar með koparfólíu, spilakassi.

Tímalengd 3-4 kennslustundir

Markmið:

Nemendur öðlist færni til að beita þeim verkfærum sem notuð eru þegar unnið er með koparfólíu, öðlist þekkingu á þeim efnum sem hægt er að nota til að breita útliti koparsins, nýti sköpunhæfileika sína til að hanna sinn nytjahlut eftir eigin hugmynd og skreyta hann með eigin mynd.

Efni:

Í spilakassan, Álmur í kassa, lamir og lás á kassan, naglar. Koparfólía til skreytingar.

Áhöld:

Sög, hornþvingur, hamar, þvingur, trélím, kontaktlím, svampur, blýantur.

Innlögn:

Byggja innlögn á því hvernig við notum hornþvingur og í hvaða tilfellum er betra að nota venjulegar þvingur og hvænær er betra að nota hornþvingur.

 

Mynd:

Verklýsing

Byrjum á því að sýna nemendum sýnishorn af ýmsum nytjahlutum sem þau geta gert. Flóknari hluti eins og t.d. hvernig kassi er búinn til förum við vel í lið fyrir lið. Hliðar útbúnar og límdur saman rammi úr þeim, notað til þess hornþvingur. Þegar því er lokið er botninn límdur á ramman og þvingað saman með venjulegum þvingum. Þá er lok útbúið, lamir settar á og loka ef við viljum hafa loku. Hægt er að hólfa kassan niður með þunnum spítum í þessu tilfelli er um að ræða spilakassa sem rúmar tvo spilastokka sitt hvorum megin við blaðabunka. Þegar búið er að gera kassan er koparfólían gerð, gerð mynd á blað til að setja á fólíuna, hún merkt yfir á fólíu, fólíu snúið við sett á svamp og mynd þrýst út með blýanti eða díl sem búið er að gera odd á, ekki þó of hvassan. Þegar búið er að gera mynd eins og hún á að vera þarf að ganga frá henni, ef mynd er stór þarf að nota sparsl til að fylla upp í hana, pússa með sandpappír þegar sparslið er þornað, bera á brennisteinslifur og forma útlínur með skærum þannig að myndin komist á þann hlut sem hún á að vera á. Síðan er borið kontaktlím á báða fleti beðið eftir að það þornar og hlutarnir svo settir saman. Þegar myndin er komin á er hægt að bera rustikolíu eða matarolíu á viðinn.

Námsmat

Hlutur metinn eftir þeim markmiðum sem sett eru í upphafi, t.d. hugmyndaauðgi og hönnun nemandans, vandvirkni og virkni nemandans í tímum.

Kennsluverkefni fyrir 13-14 ára

Heiti:Rafdrifin bíll

Tímalengd 8-10 kennslustundir

Markmið:

Nemandi öðlist færni á að útbúa drifbúnað í bíl, þekkingu á virkni rafbúnaðarins og hanni sína eigin yfirbyggingu á bíl eftir eigin forsendum.

Efni:

Botn úr krossvið, furulistar í hliðum, dekk úr t.d. MDF, öxlar úr dílum, mótor, skífur fyrir teygju, yfirbygging úr trefjaplasti.

Áhöld:

Sög, lím, skrúfjárn, lóðbolti, tin til að lóða með, þvingur, tengivírar, ofn fyrir vakúmformun, þjalir og sandpappír.

Innlögn:

Byggja innlögn á því hvernig rafkerfi bílsins virkar, t.d. mun á plús og mínus, hvað gerist ef við tengjum plúshluta rafhlöðu við mínushluta mótors og öfugt.

Mynd:

Verklýsing

Byrjum á því að sýna nemendum eintak af bíl. Látum þau svo búa til undirvagninn, útbúa drifkerfi bílsins og fjarstýringu ef við á. Þegar undirvagn er tilbúinn geta þau mótað hús bílsins úr MDF kubbi jafnstórum og undirvagninn er. (gott er að móta hann fyrst úr pappa eða álpappír til að fá tilfinningu fyrir hlutföllum) Forma kubbinn til með brettum ef við á og vakúmforma svo húsið með trefjaplasti. Athuga þarf vel takmarkanir, halla og að ekki fari innundir vegna vakúmformunarinnar. Þá er eftir allur frágangur, pússivinna, yfirborð, lökkun o.þh.

Námsmat

Hlutur metinn eftir þeim markmiðum sem sett eru í upphafi, t.d. leikni við að útbúa drifbúnað, hugmyndaauðgi í hönnun, þekkingu á hvernig drifkerfið virkar.

Kennsluverkefni fyrir 6-8 ára

Heiti: Geymslubox

Tímalengd 2 kennslustundir

Markmið:

Nemendur öðlist færni á að nota límbyssu, þekkingu á hvernig best er að nota límbyssu og hvenær best er að nota önnur lím og að nemendur skapi sína eigin afurð með því að hanna sína eigin kassa, hversu stórir eða smáir þeir eru og hvernig lokur þeir vilja nota.

Efni:

Trébútar í endana, bylgjupappi, lakk, málning, rustikolía, bönd eða vírar í lokurnar, teinar,

Áhöld:

Skæri eða hnífur, límbyssa, vinkill og blýantur til að merkja með.

Innlögn:

Notkun á límum, hvenær er notað heitt lím, hvenær trélím, hvenær tveggja þátta lím og hvenær kontakt lím.

Mynd:

Verklýsing

Nemendur teikna niður öskjuna eins og þeir vilja hafa hana. Síðan finna þeir sér búta til að hafa á endunum. Sníða svo bylgjupappan eftir endastykjunum, þurfa að mæla endastykkin svo þeir viti hversu langur pappinn þarf að vera. Staðsetja lokurnar á réttum stöðum og festa þær niður, setja tein inn í lykkju á böndum/vírum til að festa betur niður. Mála endastykkin, rustikbera eða lakka þau. Líma svo pappan á endastykkin.

Námsmat

Byggist á markmiðum, iðni, ástundun og vandvirkni.

Kennsluverkefni fyrir 9-10 ára

Heiti: Fígúrur í bandi

Tímalengd 4 kennslustundir

Markmið:

Að nemendur öðlist færni í að bora og saga út, þekkningu á hvernig sagablöð eru sett í sagirnar og skapi sínar eigin fígúrur með eigin hönnun.

Efni:

4 mm MDF plötur, bútað niður í passlegar stærðir til að takmarka stærð fígúru, kubbar litlir úr t.d. furu, bönd, kúlur, lím og málning.

Áhöld:

Borvél, útsögunarsagir og þvingur. Gott er að eiga til stóra nál til að þræða bandið.

Innlögn:

Hvernig sagablöð eru sett í sögina og hvernig söginni er beitt.

Mynd:

Verklýsing

Nemendur teikna á blað sína fígúru og stykkið sem fígúrurnar hanga í. Þeir flytja svo teikninguna yfir á MDF plötu í gegnum kalkipappír. Þá saga þeir út fígúrurnar, þjala og pússa vel alla kanta. Fá hjá kennara tilbúna passlega kubba sem þeir bora göt í gegnum. Festa kubbana á fígúrurnar í réttri stellingu, þ.e. á fígúrunni vísa götin á ská upp að hausnum og 90 á toppstykkinu. Fígúrurnar eru svo málaðar og að lokum eru böndin þrædd í gegn og lúlur settar á endana niðri.

Námsmat

Er markmiðum náð, iðni ástundun og vandvirkni.

Kennsluverkefni fyrir 11-12 ára

Heiti: Púsluspil

Tímalengd 6 kennslustundir

Markmið:

Að nemendur öðlist færni til að nota tifsög, þekkingu til að vita hvernig sagblöð eru sett í tifsögina, að nemendur skapi með hönnun sinni sitt eigið púsluspil.

Efni:

MDF plötur, lím, lakk og málning.

Áhöld:

Tifsög, þjalir, sandpappír, þvingur.

Innlögn:

Til eru margar aðferðir við púslgerðina, ein er að teikna mynd, mála og saga svo út önnur er að nota ljósmynd sem límd er á flötin og lakkað yfir sú aðferð verður lögð inn hjá nemendum.

Mynd:

Verklýsing

Nemendur eru látnir hanna sitt púsl heima, hvernig þeir vilja gera það, og látnir ákveða hvora aðferðina þeir vilja nota. Þeir sem vilja nota aðferðina að líma mynd koma með myndina með sér og líma hana með ljósmyndalími á MDF plötu, lakka svo yfir myndina 2-3 til að fá góða húð utan á. Hinir sem vilja hina aðferðina byrja á því að teikna myndina á blað og flytja hana svo yfir á MDF plötu og mála hana. Hjá báðum hópum er nú komið að því að saga út bitana og raða þeim svo saman.

Námsmat

Iðni, ástundun,vandvirkni og er markmiðum náð.

Kennsluverkefni fyrir 13 ára

Heiti: Bókastoðir

Tímalengd 4 kennslustundir

Markmið:

Að nemendur öðlist færni í að nota tifsög, þekkingu á hvernig sagblöð eru sett í tifsögina og skap eigin bókastoðir með eigin hönnun.

Efni:

Viður, málmur, lím, skrúfur,

Áhöld:

Borvél, þvingur.

Innlögn:

Nemendum er kennt meðferð þvinga og hvers ber að varast þegar verið er að þvinga hluti.

Mynd:

Verklýsing

Nemendur eru látnir hanna sínar eigin bókastoðir, annað hvort bæði blandað málmi og tré eins og sýnishorn eða bara úr tré, eða bara úr málmi. Eina forskriftin er að þær þurfa bæði að hafa hagnýtt og listrænt gildi. Nemendur gera svo sínar stoðir í samráði við kennara.

Námsmat

Iðni, ástundun,vandvirkni og er markmiðum náð.

Kennsluverkefni fyrir 14 ára

Heiti: Kassi m/loki

Tímalengd 8 kennslustundir

Markmið:

Að nemendur öðlist færni í að setja saman kassa rétt, þekkingu á hvernig lamir eru settar á kassa og sköpun þeirra komi fram í hönnun eigin kassa á sínum forsendum.

Efni:

Viður, lamir, lokur, lím, skrúfur, naglar, yfirborðsefni.

Áhöld:

Þvingur, skrúfjárn, borvél,

Innlögn:

Farið er í það með nemendum hvers ber að gæta þegar kassi er settur saman, kennt að nota vinkil til að kassin verði vinkilréttur og ítrekað hvernig best er að nota þvingur

Mynd:

Verklýsing

Nemendur eru látnir hanna sína kassa heima fyrir. Þeir velja svo efni í samráði við kennara. Þá er komið að því að pússa og setja saman kassan, setja botn í og lok. Ef lokið er með lömum þarf að ákveða hvort þær eru utan á eða hvort tekið er úr fyrir þeim og þær settar í. Að endingu er kassinn pússaður og hann málaður, bæsaður, lakkaður eða rustikborin.

Námsmat

Iðni, ástundun,vandvirkni og er markmiðum náð.

Kennsluverkefni fyrir 15 ára

Heiti: Taflborð ásamt hirslum undir taflmenn

Tímalengd 10 kennslustundir

Markmið:

Að nemendur öðlist færni í að gera taflborð og hirslu undir taflmenn, þekkingu á samsetningum taflborða, skapi eigin afurð með því að hanna sín taflborð og hirslur sjálfir.

Efni:

Viður, lamir, lokur, lím, skrúfur, naglar, yfirborðsefni.

Áhöld:

Þvingur, skrúfjárn, borvél,

Innlögn:

Farið í samsettningar á taflborðum, hægt er að saga niður reiti úr ólíkum við og líma þá á víxl eða snúa bútunum á víxl, einnig er hægt að mála reitina eða eins og í sýnishorninu að saga á milli reita og bæsa.

Mynd:

Verklýsing

Nemendur eru látnir hanna sín taflborð og öskjur heimafyrir, þeir velja svo efni í samráði við kennara og þá aðferð sem hentar hverjum og einum eftir færni hvers og eins. Taflborðin eru svo sett saman og öskjur gerðar undir taflmenn.

Námsmat

Iðni, ástundun,vandvirkni, frumlegheit og er markmiðum náð.

Kennsluverkefni fyrir umglinga

Heiti: Samkveikt næla eða hálsmen með merki skóla eða íþróttafélags

Tímalengd kennslustundir 4-6

Markmið:

 Að nemandi:

 

 

 

  Öðlist færni í að undirbúa hluti fyrir silfurkveikingu og kveiki saman.
  Þekki hvernig silfurkveiking er framkvæmd og öryggisatriði tengd henni.
  Hanni og búi til eigin nælu/hálsmen/eyrnalokka. 

Efni:

 Silfur, kopar, messing, nýsilfur. 

Áhöld:

 Sög, gastæki, slípivél, hamrar, púnsar, tangir, þjalir, sandpappír. 

Innlögn:

 Framkvæmd silfurkveikingar. 

Mynd:

Verklýsing

   

 1.  Skartgripurinn er hannaður og teiknaður á blað.
 2. Þegar endanleg útgáfa er fundinn eru hlutarnir teiknaðir á blað og þeir klipptir gróflega út. 
 3. Forminn eru límd á viðeigandi málm með trélími og söguð svo út.
 4. Formin eru sverfð á köntum með þjöl og pússuð vel.
 5. Formin eru kveikt saman með slaglóði, látinn í sýru til að hreinsa og pússuð ef með þarf.
 6. Skartgripurinn er póleraður, fest á hann nælufesting ef um nælu er að ræða, borað fyrir hring ef um hálsmen er að ræða og sett keðja eða leðurreim í.

Námsmat

 Iðni, ástundun, hugmyndavinna, vandvirkni og markmiðum náð.

Kennsluverkefni fyrir unglinga

Heiti: Sólarorkuhringekja

Tímalengd kennslustundir 6-8

Markmið:

 Að nemandi:

 

 

 

  Öðlist færni í að saga út form.
  Þekki hvernig hlutur er útbúinn sem gengur fyrir sólarorku.
  Hanni og búi til skemmtilegt leikfang og listmun. 

Efni:

 Ál plötur, álrör, viður, vírar. 

Áhöld:

Sög, slípivél, tangir, þjalir, sandpappír. 

Innlögn:

 Tengingar á sólarrafhlöðu við mótor.

Mynd:

Verklýsing

   

 1. Hluturinn er hannaður með tilliti til þess að hægt sé að snúa honum í hringi með sólarorku.
 2. Hlutarnir eru sagaðir út.
 3. Kantar eru sverfðir og hlutarnir pússaðir vel.
 4. Borað er fyrir vírum á fígúrurnar til að hægt sé að hengja þá upp.
 5. Undirstaðan fyrir sólarrafhlöðuna er útbúinn, borað í hana fyrir mótor og rafhlöðuna.
 6. Rör er fest á kubb sem borað er í fyrir mótorinn og hann festur á mótorinn.
 7. Gerð göt í rörið fyrir pinna sem halda út hringekjunni.
 8. Fígúrurnar festar á pinnana.
 9. Lakkað, málað eða rustikborinn viðurinn.

Námsmat

 Iðni, ástundun, hugmyndavinna, vandvirkni og markmiðum náð.

Kennsluverkefni fyrir umglinga

Heiti: Röraórói

Tímalengd kennslustundir 2-6

Markmið:

Að nemandi:

 

 

 

  Öðlist færni í að nota röraskera.
  Þekki hvernig rörskeri er notaður.
  Hanni og búi til óróa. 

Efni:

 Silfur, kopar, messing, nýsilfur, rör úr sömu málmum, bönd, vírar.

Áhöld:

Sög, slípivél, hamrar, rörskeri, tangir, þjalir, sandpappír. 

Innlögn:

 Notkun rörskera. 

Mynd:

Verklýsing

   

 1. Byrjað er á því að hanna óróann og þá helst hvernig hengja á hann upp.
 2. Formað er til toppurinn sem rörin hanga í, ferningslaga, þríhyrningslaga, hringlaga eða hvernig sem er.
 3. Rörin eru skorin í rörskera misjafnlega löng.
 4. Borað er í gegnum þau svo hægt sé að festa í bönd eða vír.
 5. Borað er einnig í toppinn til að festa upp rörin.
 6. Allir hlutarnir eru pússaðir vel og póleraðir.
 7. Hlutarnir eru festir á rétta staði.

Námsmat

 Iðni, ástundun, hugmyndavinna, vandvirkni og markmiðum náð.

 

Á heimasíðu Arndísar 

Síðast uppfært

27.06.2007

Síðan er enn í vinnslu!!!!!

Efst á síðu

 

Ef þú hefur einhverjar spurningar sem þú villt koma til mín eða upplýsingar um ritvillur á síðunni þá smelltu endilega á myndina hér fyrir neðan og sendu mér í rafpósti